Stöðvuðu kannabisræktun í Rangárþingi

Málin eru bæði enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Málin eru bæði enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. mbl.is/Eggert

Lögreglan á Hvolsvelli og Selfossi lagði hald á 20 kannabisplöntur sem fundust við leit í íbúðarhúsi á sveitabæ í Rangárþingi í síðustu viku. Plönturnar var að finna í sérútbúnu rými til ræktunar í kjallara hússins.

Samtals var um að ræða rúmlega 20 kíló af óþurrkuðum plöntum. Húsráðandi kvaðst hafa leigt kjallarann ótilgreindum aðila og sagðist ekkert vita um ræktunina að öðru leyti.

Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Suðurlandi, en málið er enn í rannsókn.

Lögreglan á Höfn í Hornafirði fann einnig 100 grömm af kannabisefnum við húsleit í heimahúsi í bænum þann 18. Desember síðastliðinn. Búið var að pakka efnunum í söluumbúðir. Það mál er einnig til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert