Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi austan við Þingborg.
Engar upplýsingar fást um líðan fólksins að svo stöddu.
Vegagerðin tilkynnir á vef sínum að Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg hafi verið lokað og bendir ökumönnum á að hjáleið sé um veg 305 Villingaholtsveg eða 302 Urriðafossveg.
Suðvesturland: Búið er að loka Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg vegna umferðarslyss. Hjáleið er um veg 305 Villingaholtsveg eða 302 Urriðafossveg. Hálka er byrjuð að myndast víða í Árborg og Ölfusi, annars hálkublettir að mestu. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 20, 2021
Uppfært 23:27 Samkvæmt Vegagerðinni hefur verið opnað á umferð á Suðurlandsveg á ný.