Undirbýr viðbrögð við hækkun áburðarverðs

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur lagt fram tillögu um að í fjárlögum verði gert ráð fyrir fjármunum til þess að koma til móts við bændur vegna hækkunar áburðarverðs. „Við værum þá að gera svipað og Norðmenn,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið.

Í Noregi hefur verið ákveðið að bregðast við þessum hækkunum með því að veita ríkinu svigrúm til að grípa inn í, sé fæðuöryggi ógnað vegna verðhækkana. „Sú tillaga er inni en svo er spurning hvernig best sé að ráðstafa þeim fjármunum,“ bætir hún við en bendir á að nú sé ástæða til að vega og meta áburðarnotkun almennt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert