Willum kominn með minnisblað

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið minnisblað með tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir næstu daga og yfir hátíðarnar. 

Reglu­gerðin sem kveður á um nú­gild­andi sótt­varnaaðgerðir renn­ur út á miðviku­dag, 22. des­em­ber. 

Tillögur Þórólfs og skipulag sóttvarnaaðgerða verða rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun og gera má ráð fyrir að ákvörðun heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar verði kynnt að honum loknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert