27 ferðamönnum verið vísað frá landinu

Nokkur fjöldi ferðamanna kemur á hverjum degi til landsins með …
Nokkur fjöldi ferðamanna kemur á hverjum degi til landsins með sóttvarnargögn sem ekki teljast fullnægjandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkur fjöldi ferðamanna kemur á hverjum degi til landsins með sóttvarnagögn sem ekki teljast fullnægjandi. Þetta kemur fram í minnisblaði frá sviðstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra.

Heildarfjöldi komufarþega til Íslands var 790.944 

Minnisblaðið var samið hjá landamærasviði ríkislögreglustjóra (RLS) eftir beiðnir umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá 16. desember, um upplýsingar vegna meðferðar 154. máls 152. þings, um framlengingu gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda/umráðenda þegar hætta er á að farsóttir berist til eða frá Íslandi, og almannaheilbrigði krefst.

Með beiðnum umhverfis- og samgöngunefndar var m.a. óskað eftir gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar), framkvæmd sóttvarnaeftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis og tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum.

Í minnisblaðinu segir að reglur um skyldur flugrekenda um að kanna vottorð fyrir byrðingu hafi tekið gildi 1. júní síðastliðinn. Á tímabilinu 1. júní til 15. desember hafi heildarfarþegafjöldi komufarþegar til Íslands verið 790.944.

Upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfarþegafjölda liggi þó ekki fyrir þar sem þær upplýsingar hafi ekki verið tiltækar þegar minnisblaðið var tekið saman. Hins vegar sé hlutfall íslenskra ríkisborgara 21% og EES- og EFTA-borgara 42%, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili, samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis.

Í þeim tilvikum þar sem ferðamenn hafa ekki getað sýnt …
Í þeim tilvikum þar sem ferðamenn hafa ekki getað sýnt fram á fullnægjandi sóttvarnagögn við komuna til landsins hefur lögreglan verið kölluð til aðstoðar. mbl.is/Eggert

440 tilvik skráð þar sem lögregla var kölluð til

Hvað varðar framkvæmd sóttvarnaeftirlits á Keflavíkurflugvelli vísar sviðstjóri landamærasviðs á stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19-heimsfaraldursins, í minnisblaðinu. Segir hann skýrsluna þó hafa verið unna sem umræðuskjal og sé því ekki til opinberrar birtingar.

Þá segir hann að í þeim tilvikum þar sem ferðamenn hafa ekki getað sýnt fram á fullnægjandi sóttvarnagögn við komuna til landsins hafi lögreglan verið kölluð til aðstoðar. Frá 1. júní til 15. desember hafi 440 slík tilvik verið skráð í kerfum lögreglu. Á sama tímabili hafi 27 einstaklingum verið vísað frá á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu.

Eins og áður var greint frá er nokkur fjöldi ferðamanna sem koma á hverjum degi til landsins þar sem gögn eru ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum er lögreglan kölluð til aðstoðar en frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu, að því er greint frá í minnisblaðinu ofangreinda. Á sama tímabili var 27 einstaklingum vísað frá á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert