286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 106 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 27 smit greindust á landamærunum. Aldrei hafa fleiri smit greinst innanlands og fjölgar þeim um 66 á milli daga. Alls eru 2.023 í einangrun, sem er fjölgun um 206 frá því í gær.
3.028 manns eru í sóttkví og fjölgar þeim um 22 á milli daga.
11 eru á sjúkrahúsi, þar af 2 á gjörgæslu.
Tekin voru 4.970 sýni, þar af 2.249 hjá fólki með einkenni.
1.490 manns eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, 175 á Suðurnesjum og 137 á Suðurlandi. Töluvert færri eru í einangrun í öðrum landshlutum.