Brúarsmíði á Sólheimasandi rétt fyrir jólahátíð

Um 25 manna teymi hefur unnið að verkinu.
Um 25 manna teymi hefur unnið að verkinu. Ljósmynd/Vefmyndavél ÞG Verk

ÞG Verk stefndi að því að ljúka uppsteypu á tvíbreiðri brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi seint í gærkvöldi. Um 25 manna teymi hefur unnið að verkinu.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir um 1.300 rúmmetra af steypu fara í brúargólfið. Steypumagnið sé 3.500 tonn eða á við lítið fjölbýlishús.

„Brúarsmíðin hefur staðið yfir síðan í sumar og nú er verið að steypa brúardekkið,“ sagði Þorvaldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert