Ernir flýgur til eyja að nýju

Ernisvél í Eyjum.
Ernisvél í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Flug­fé­lagið Ern­ir hef­ur gert sam­komu­lag við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneytið um flug til Vest­manna­eyja tvisvar sinn­um í viku, mánu­daga og föstu­daga er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu. 

Þá seg­ir að flug í kring­um hátíðirn­ar verði með aðeins öðrum hætti en þegar föst áætl­un byrj­ar í upp­hafi nýs árs. Fyrsta flug verður á Þor­láks­messu, á fimmtu­dag.

Flugfélagið telur að ekki verið flogið til eyja á markaðslegum …
Flug­fé­lagið tel­ur að ekki verið flogið til eyja á markaðsleg­um for­send­um í ná­inni framtíð. Ljós­mynd/​Ern­ir

Eft­ir­spurn dreg­ist sam­an 

„Er þetta sam­komu­lag gert í ljósi þess að eft­ir­spurn í inn­an­lands­flugi hef­ur dreg­ist mikið sam­an í Covid-19 far­aldr­in­um og ljóst að flug til Eyja mun ekki hefjast, að óbreyttu, að nýju á markaðsleg­um for­send­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Flug­fé­lagið Ern­ir sinnti áætl­un­ar­flugi til Vest­manna­eyja frá ár­inu 2010 til í sept­em­ber 2020. Flugið var þá lagt niður haustið 2020 vegna lít­ill­ar eft­ir­spurn­ar. 

„Fé­lagið hlakk­ar mikið til að hefja sig til flugs á Eyj­ar og von­ast eft­ir að sem flest­ir geti nýtt sér þjón­ust­una þó um lág­marks­flug sé að ræða tíma­bundið,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu Erni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert