Fallega glitrar á vetrarsólstöðum

Glerið endurvarpaði sólargeislunum sem skinu svo fallega á turninn á …
Glerið endurvarpaði sólargeislunum sem skinu svo fallega á turninn á Höfðatorgi að Reykjavík fékk annan svip eitt stundarkorn. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag, 21. desember, ganga nýir tímar í garð með vetrarsólstöðum. Sólin í Reykjavík kom upp klukkan 10:03 og sest hún kl. 15:30. Norðanlands er birtutíminn raunar skemmri.

Hinar eiginlegu sólstöður eru svo klukkan 15:59 sem þýðir að frá þeirri stundu fer jörðin aftur að hallast í sólarátt. Lítið þó til að byrja með, en birtu nýtur þó sjö sekúndum lengur á morgun en í dag. Svo fer að herða á – og blessuð sólin elskar allt!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert