Guðmundur Felix og Guðni skelltu í fimmu

Guðni greinir frá heimsókninni á Twitter þar sem hann segir …
Guðni greinir frá heimsókninni á Twitter þar sem hann segir fimmuna hafa verið „stórfenglegan vitnisburð um vísindi og mannlega seiglu“. Skjáskot

Guðmund­ur Fel­ix Grét­ars­son, maður­inn sem skil­grein­ir sig sem hand­hafa eft­ir að hafa fengið grædda á sig hand­leggi í byrj­un árs, heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta í gær og gáfu þeir hvor öðrum fimmu.

Guðni greinir frá heimsókninni á Twitter þar sem hann segir fimmuna hafa verið „stórfenglegan vitnisburð um vísindi og mannlega seiglu“ og óskar hann Guðmundi Felix innilega til hamingju og þakkar skurðlæknunum sem framkvæmdu ígræðsluna.

Aðgerð Guðmundar átti sér stað í Lyon í Frakklandi í janúar fyrr á árinu og var þá talið að það tæki Guðmund heilt ár að geta hreyft olnbogann. Þá var einnig talið að það tæki um tvö ár að fá mögulega tilfinningu í fingurna en framfarir Guðmundar virðast langt á undan þeirri tímaáætlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert