Nýju aðgerðirnar taka gildi á Þorláksmessu

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar aðgerðir í hádeginu.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar aðgerðir í hádeginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýju samkomutakmarkanirnar sem ríkisstjórnin kynnti í hádeginu eftir ríkistjórnafund taka gildi á miðnætti annað kvöld eða á Þorláksmessu.

Þetta staðfestir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins. 

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mismælti sig eftir fundinn við fjölmiðla þar sem hann tilkynnti að nýju aðgerðirnar myndu taka gildi á miðnætti, en þetta leiðréttist hér með. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert