Píeta, Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin fengu jólastyrki

Sigrún Edda Elíasdóttir (önnur frá vinstri), Þyrí Dröfn Konráðsdóttir (önnur …
Sigrún Edda Elíasdóttir (önnur frá vinstri), Þyrí Dröfn Konráðsdóttir (önnur frá hægri) og Jón Viðar Stefánsson (lengst til hægri) hjá N1 afhenda Steini Jónssyni og Loru Elínu Einarsdóttur hjá Píeta samtökunum styrkinn í höfuðstöðvum samtakanna. Ljósmynd/Aðsend

Starfsfólk N1 kaus að styrkja Píeta samtökin, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands um jólastyrki fyrirtækisins í aðdraganda jóla. Píeta samtökin hlutu fjárstyrk sem mun nýtast í áframhaldandi meðferðar- og forvarnarstarf samtakanna og hlaut Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sömuleiðis styrk til kaupa á gjöfum handa börnum á aldrinum 9-17 ára.

Einnig þáði Fjölskylduhjálp Íslands hreinlætisvörur frá N1 þar sem mikil vöntun var á slíkum nauðsynjavörum.

Þetta er fjórða árið í röð sem N1 ákveður að auka upphæð styrkja til góðgerðarmála í stað þess að senda jólagjafir til samstarfsaðila og viðskiptavina, að því er segir í tilkynningu.

„Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 og sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Frá apríl 2020 til desember 2020 varð 140 prósent aukning í þjónustu samtakanna og því ljóst að þörfin fyrir störfum þess er mikil í samfélaginu. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur aðstoðar einstæðar mæður og feður, bæði einstæða og með forsjá barna, öryrkja og eldri borgara. Einnig er neyðin mikil á heimilum sem hafa orðið fyrir atvinnumissi þar sem börn búa við krappari kjör. Fjölskylduhjálp Íslands veitir fjölskyldum og einstaklingum í neyð mataraðstoð ásamt því að bjóða upp á sölu á ódýrum fatnaði. Jólamánuðurinn sker sig alltaf úr þegar þúsundir einstaklinga ár hvert njóta aðstoðar til að halda gleðileg jól,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert