Róbert Spanó kveður Mannréttindadómstólinn

Róbert Spanó kveður Mannréttindadómstól Evrópu á næsta ári.
Róbert Spanó kveður Mannréttindadómstól Evrópu á næsta ári. Ljósmynd/Aðsend

Staða ís­lensks dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu var ný­verið aug­lýst í Lög­birt­inga­blaðinu. Nú­ver­andi full­trúi Íslands er Ró­bert Ragn­ar Spanó en hann var skipaður 1. nóv­em­ber 2013. Hann er jafn­framt for­seti dóm­stóls­ins. Lög­um sam­kvæmt mun Ró­bert ekki geta sóst eft­ir end­ur­kjöri.

Kjör­tíma­bil Ró­berts renn­ur út hinn 31. októ­ber 2022. Evr­ópuráðið hef­ur því farið þess á leit að til­nefnd verði af Íslands hálfu þrjú dóm­ara­efni en dóm­ar­ar við Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn eru kjörn­ir af þingi Evr­ópuráðsins af lista með þrem­ur mönn­um sem Ísland til­nefn­ir. Miðað er við að kosið verði á milli þeirra á þingi Evr­ópuráðsins að und­an­gengn­um viðtöl­um í und­ir­nefnd þings­ins sem fjall­ar um val dóm­ara. 

Þeir sem hafa áhuga á að vera til­nefnd­ir af Íslands hálfu sem dóm­ara­efni við dóm­stól­inn gefst kost­ur á að senda for­sæt­is­ráðuneyt­inu um­sókn sína eigi síðar en 14. janú­ar 2022. Er þess óskað að um­sókn­ir ber­ist á ís­lensku, ensku og jafn­framt á frönsku.

For­sæt­is­ráðherra mun skipa fimm manna hæfn­is­nefnd til að meta um­sókn­ir sem ber­ast. Óskað verður eft­ir til­nefn­ing­um Hæsta­rétt­ar Íslands, dóm­stóla­sýsl­unn­ar, Lög­manna­fé­lags Íslands og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. For­sæt­is­ráðherra mun skipa formann hæfn­is­nefnd­ar­inn­ar án til­nefn­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert