Staða smitrakninga nú sýnileg í smitrakningarappinu

Með uppfærslunni er ekki lengur boðið upp á að nota …
Með uppfærslunni er ekki lengur boðið upp á að nota símanúmer til að fá tilkynningar úr niðurstöðu landamæraskimunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smitrakningarapp embættis landlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Rakning C-19, hefur verið uppfært til að bæta virkni þess á iOS-snjalltækjum.

Í tilkynningu segir að uppfærslan muni styðja betur við starfsemi smitrakningarteymis en áður með því að einfalda útreikning fyrir útsetningu á smiti. Þá verður staða smitrakningar sýnileg í appinu.

Þýðingar á ensku og pólsku bættar

Með uppfærslunni er ekki lengur boðið upp á að nota símanúmer til að fá tilkynningar úr niðurstöðu landamæraskimunar, auk þess hafa þýðingar á ensku og pólsku verið bættar.

Þróun appsins er á vegum embættis landlæknis í samvinnu við aðra hýsingar- og þróunaraðila. Þá kemur fram í tilkynningu að öryggisúttekt var gerð á appinu og jafnframt var mat Persónuverndar fengið á virkni þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert