Enn og aftur kljúfa sóttvarnamál þjóðina eftir að hertar takmarkanir vegna Covid-19 voru tilkynntar fyrr í dag.
Er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skúrkur eða bara að vinna vinnuna sína? Er nýr Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra á milli steins og sleggju?
Sem fyrr fer umræðan á Twitter um víðan völl og tístverjar hlífa engum.
Hertar aðgerðir skila engu nema óhamingju. Viðkvæmir eru komnir með örvun. Fólk er meðvitað um smithættu og fer varlega. Jólin eru koma og fólk skipuleggur búbblur,það hægist á samfélaginu um hátíðarnar og skólarnir í fríi. Sama niðurstaða hvort sem við herðum eða ekki.
— Ásgeir Baldurs (@AsgeirBald) December 20, 2021
Til að toppa allt tekur Arnar Þór varaþingmaður sæti á Alþingi í dag 🙃
— Steinunn Ása (@SteinunnAsa) December 21, 2021
Er þá búið að loka Bjarna inni í Ásmundarsal framyfir jól?
— sTuðgerður Maria (@thmaria220) December 21, 2021
Sömu takmarkanir fyrir bólusetta þjóð eins og voru fyrir óbólusetta þjóð. Þetta er komið gott.
— Andri Steinn Hilmarsson (@AndriHilmarsson) December 20, 2021
22. mars 2020 - 20. des 2021. pic.twitter.com/ycHTtKb5UF
Ætlar engin að argast út í Willum fyrir að skella í 20 manna + 2m, eða er bara kúl að níðast á Þórólfi?
— Daníel Freyr (@danielfj91) December 21, 2021
Minni á að Þórólfur er ekki vondi kallinn, hann er bókstaflega bara að vinna vinnuna sína og það er ríkisstjórnin sem ákveður hvaða takmarkanir skulu settar
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) December 21, 2021
Þórólfur: ég vill bara að þið deyjið ekki
— agnes rugl (@ruglagnes) December 21, 2021
Þjóðin: thanks I hate it
Næsta ferðagjöf verður bara spjald af Sobril
— Tristan Máni (@TristanMani_69) December 21, 2021
Fannst @WillumThor gera þetta vel. @katrinjak og @Bjarni_Ben líka góð fyrir utan ráðherrabústaðinn. Þetta er óþolandi og þeim finnst það auðvitað líka, en þetta er hin ábyrga afstaða sem þau eru að taka. Leysist svo vonandi með örvunarskammti og Pfizer pillunni á nýju ári.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) December 21, 2021
Harðar aðgerðir núna, svo létta, svo loka um páskana, svo létta smá, svo loka aftur..
— Haukur Heiðar (@haukurh) December 21, 2021
Verður þetta bara lífið og langtímaplanið?
Hey! Það verða bara tónleikar í kvöld. Síðustu jólatónleikar ársins! Hvergi öruggara að vera! Voru að losna fullt af dúndur næs sætum!https://t.co/R2lLSGxdIu
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) December 21, 2021
Vil ekki neitt Þórólfs slandur á timeline hjá mér takk. Maðurinn er bara að vinna vinnuna sína ✨
— Urður Þórs 🔴 (@urdathors) December 21, 2021
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sem þau eru sammála um
— Sófús með ú-i (@sofusarni) December 21, 2021
Stuðningsfólk flokka í ríkisstjórn á Twitter: Fjandans Þórólfur, eða öllu heldur SÓTTÓLFUR am I right? https://t.co/d6nAiwt4NW
Það er bara eins spurning sem ætti að spyrja alla helstu sérfræðinga að núna og það er: Hvað mælir nákvæmlega gegn því að breyta fullbólusettu landi bara í eitt stórt hlaupabólupartí með covid?
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) December 21, 2021
Gaman að sjá alla sem héldu að Willum myndi standa í lappirnar. Hann er Bliki svo auðvitað choke-aði hann á ögurstundu eins og sönnum Blika sæmir
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) December 21, 2021
Það eru allir á nálum yfir að lenda í sóttkví eða einangrun yfir jólin. En nánast enginn sem ég tala við er hræddur við að sýkjast.
— Helgi Ólafsson (@helgiolafs) December 20, 2021
Er það eðlilegt við séum hræddari við aðgerðir stjórnvalda en það sem stjórnvöld segjast vera að vernda okkur fyrir.
Það eina jákvæða við nýja sóttvarnareglugerð er að hún neyðir fólk til að sjóða skötu í heimahúsi. Það er vel enda gæti það orðið síðasti naglinn í kistu aðgerða.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) December 21, 2021
Sá að einhver karl vill að Þórólfur segi af sér af því að stríðið gegn veirunni er óunnið. Með sömu rökum vil ég að einhver hjá Veðurstofunni segi af sér. Af því að veðrið bara skánar ekkert hér á landi. Óþörf rökleysa dagsins.
— Kristin Kjartan Bjornsdottir (@kbjorns) December 21, 2021
Góðu fréttirnar eru að daginn byrjar að lengja á morgun!! Getum við öll fókusað á það frekar en Covid fréttirnar 🥺❤️ (drífið ykkur á Spiderman í kvöld btw)
— Lilja Kristín 🪴 (@liljakillya) December 21, 2021
Bráðum kemur ný bylgja af öllum hetero miðaldra pörunum að tala um hvað það sé óþolandi að vera með makanum sínum í sóttkví
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) December 21, 2021
Jæja Þórólfur, hvaða bull er þetta?
— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 21, 2021
57% þjóðarinnar eru ekki móttækileg fyrir alvarlegum veikindum vegna covid og hin 43% eru hvorki ómóttækileg fyrir smiti né alvarlegum veikindum. Þetta er galin og villandi framsetning á upplýsingum! pic.twitter.com/KSP53QRO0r
„Að það ríki óvissa” er ekki nægur grundvöllur fyrir takmörkunum á daglegt líf og því að svipta suma lífsviðurværi sínu. Þá liggur ekki fyrir að 3 vikur séu í samræmi við meðalhóf. @WillumThor á að geta gert betur. https://t.co/sD2lg0edAK
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) December 21, 2021