Útför Fjölnis Geirs Bragasonar

Fjölnir Geir Bragason.
Fjölnir Geir Bragason. Ljósmynd/Rósa Braga

Útför Fjölnis Geirs Bragasonar, sem einnig er þekktur sem Fjölnir Tattú, verður að hætti ásatrúar og hefst í Fossvogskirkju klukkan eitt í dag. Í ljósi fjöldatakmarkana hafa aðstandendur hvatt vini hans til að fylgjast með útförinni í streymi sem hægt er að sjá hér að neðan.

Minningargreinar um Fjölni birtust í Morgunblaðinu í morgun. 

Fjöln­ir fædd­ist 5. fe­brú­ar 1965. Hann hóf nám í for­skóla í gamla Stýri­manna­skól­an­um, fór síðan í Breiðagerðis­skóla, Hlíðaskóla og tók stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð 1990.

Hann út­skrifaðist úr Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands árið 2000, þar sem loka­rit­gerð hans fjallaði um húðflúr, en hann starfaði við grein­ina frá ár­inu 1995.

Faðir Fjöln­is var Bragi Ásgeirs­son mynd­list­armaður, sem lést árið 2016. Blaðamaður Morg­un­blaðsins ræddi við feðgana um list­ina, lífið og fleira árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert