Veðurstofan telur undanfarnar veðurspár benda til þess að rauð jól verði víða á landinu þetta árið, að því er fram kemur í facebookfærslu stofnunarinnar. Einar Sveinbjörnsson hafði áður spáð þessu en spárnar hafa skýrst með hverjum deginum.
Veðurspárnar hafa verið stöðugar undanfarna viku, og útlit er fyrir að hæðarsvæði yfir Grænlandi teygi sig áfram til Íslands og myndi þannig skjól fyrir lægðagangi og úrkomu.
Þeir sem búa á Norðausturlandi geta enn látið sig dreyma um hvít jól en snjóað gæti þar örlítið á jólamorgun, frá Mývatnssveit austur í Jökuldal en einnig gæti snjór fallið á norðanverðum Austfjörðum á aðfangadag.
Snjódýpt hefur verið 1 sentímetri eða meiri hvern dag í desember, í Reykjavík og á Akureyri að meðaltali á árunum 1991 til 2020, en líklegt er að rauð jól hafi þó vinninginn víðast hvar á landinu þetta árið.