267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 111 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á covid.is þar sem enn fremur kemur fram að alls hafi 318 smit greinst í gær, þar af 51 smit á landamærunum.
11 eru á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu.
Tekin voru 4.824 sýni, þar af 1.979 einkennasýni. 2.259 eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 3.301 í sóttkví.