Logi Sigurðarson
Útsendarar mbl.is voru á ferð í Kringlunni í hádeginu. Margt var um manninn enda jólin á næsta leyti. Almenningur var spurður um sína skoðun á nýjustu sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Fólk tók almennt vel í herðinguna og fannst hún vera skynsamleg í ljósi stöðunnar. Þó ungdómurinn skildi ástæður takmarkanna fannst honum samt leiðinlegt að missa af jólaboðum og áramótapartíum sem þurft hefur verið að fresta.
Rekstraraðilar eru ekki jafn sáttir og Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður tjáði blaðamanni það að stuðningur stjórnvalda við veitingastaði væri nær enginn.