Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar þingsins, er komin í sóttkví og hefur kallað inn varamann.
Sigþrúður Ármann tók því sæti á Alþingi í morgun. Sigþrúður er annar varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaðurinn hefur þegar tekið sæti vegna kórónuveirusmits Óla Björns Kárasonar.
Sigþrúður tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn og undirritaði því drengskaparheit við stjórnarskránna í morgun.