Enn fækkar þeim sem senda jólakort

31 prósent landsmanna sendu hefðbundin jólakort með pósti árið 2018, …
31 prósent landsmanna sendu hefðbundin jólakort með pósti árið 2018, en 18 prósent nú. mbl.is/Árni Sæberg

Aðeins átján prósent landsmann senda jólakort í hefðbundnum bréfapósti samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Nær helmingur landsmanna sendir þá rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju. 

Fyrir áratug sendu þrír af hverjum fjórum jólakort í pósti og 31 prósent landsmanna árið 2018. 

Í Þjóðarpúlsi Gallup sem snýr að jólavenjum Íslendinga kemur í ljós að heimsfaraldur Covid-19 hefur enn nokkur áhrif á jólahald landans, þó ekki jafn mikil og í fyrra. 

Færri fara á tónleika, jólahlaðborð og jólaböll en í venjulegu árferði en fleiri nú en í fyrra þar sem sóttvarnatakmarkanir voru strangari mestan hluta af desember. 

Á móti voru fleiri sem bökuðu, fóru í kirkjugarð að vitja leiðis, máluðu piparkökur og föndruðu í fyrra, en í ár eru það álíka margir og fyrr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert