Heppinn Íslendingur fékk óvænta jólagjöf í kvöld þegar dregið var í Vikinglottó. Hann situr einn að 1. vinningi og fær í sinn hlut tæpar 439 milljónir króna. Er þetta næst hæsti vinningur sem komið hefur á einn miða hérlendis.
Vinningshafinn er með tölurnar sínar í áskrift og fær símtal á morgun frá Íslenskri getspá.
Í tilkynningu kemur fram að 2. vinningur gekk einnig út og fór hann til Noregs. Sá vinningur hljóðaði upp á rúmlega 21,6 milljónir. Hinn al-íslenski 3. vinningur fór svo til miðaeiganda sem verslaði í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, upphæð hans er rúmlega 4,1 milljón.
Enginn var með fyrsta vinning í Jóker en tveir fengu annan vinning. Fá þeir í sinn hlut 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í versluninni Borg í Grímsnesi en hinn í appinu. Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 5.834.