Rekstraraðilar þurft að bera þungann

„Það opinberast í þessum faraldri, hvað við höfum vanrækt Landspítalann …
„Það opinberast í þessum faraldri, hvað við höfum vanrækt Landspítalann lengi. Það er auðvitað sér umræða og lengri.“ mbl.is/Hallur

„Rekstraraðilar veitingastaða hafa búið við þetta ástand núna í 21 mánuð og þetta er auðvitað alltaf þungt. Það er voða erfitt að bregðast við með eins sólarhrings fyrirvara í innkaupum og hráefni sem skemmist. Við erum með starfsmenn og launaskuldbindingar svo auðvitað er þetta gríðarlegt áfall enn eina ferðina.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður í viðtali við mbl.is um hertar aðgerðir stjórnvalda sem taka gildi á miðnætti í kvöld.

Sigmar líkir aðgerðum sóttvarnaryfirvalda við það að opna bílskúrshurð með fallbyssukúlu.

„Mín persónulega skoðun er sú að tölfræðin lýgur ekki. Þessi faraldur hvort sem hann heitir Covid eða það sem hann er núna. Þetta er ekki alvarlegur sjúkdómur sem er að ganga yfir miðað við tölfræðina sem liggur fyrir. En ég auðvitað er ekki læknir og á ekki að tjá mig um það.“

„Mér finnst við hafa lært lítið. Það hlýtur að vera hægt að finna vandaðra lyklasett í að opna þessa bílskúrshurð heldur en að sprengja hana upp með fallbyssu.“

Ekki tekið tillit til veitingastaða

Sigmar segir kerfið hér á Íslandi gríðarlega hægt miðað við í nágrannalöndunum.

„Það er kominn tími á er að stjórnvöld leggi fram samhliða aðgerðir til þess að bæta upp þann skaða sem rekstraraðilar verða fyrir.“

„Í rauninni hefur þessi Covid-stuðningur ekki tekið neitt tillit til veitingastaða sem eru í rekstri, ekki neitt.“

Höfum vanrækt Landspítalann lengi

Sigmar segir það ótækt að Landspítalinn skuli vera með færri gjörgæslurými í dag en fyrir áratug, sérstaklega í ljósi þess að mikil fjölgun hefur orðið á ferðmönnum.

„Ég held að það sé bara verið að bregðast við því ástandi sem er á Landspítalanum og í rauninni má ramma þetta inn þannig, í ljósi þess hve slæmt ástandið er á Landspítalanum, þá eru rekstraraðilum veitingastaða gert að greiða fyrir það.“

„Það opinberast í þessum faraldri, hvað við höfum vanrækt Landspítalann lengi. Það er auðvitað sér umræða og lengri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka