Senda Þingeyringum nauðsynjavörur heim

Fólk sem er í sóttkví eða einangrun á Þingeyri getur …
Fólk sem er í sóttkví eða einangrun á Þingeyri getur fengið mat sendan heim fyrir jólin. mbl.is

Rauði krossinn á norðanverðum Vestfjörðum mun aðstoða íbúa á Þingeyri sem lenda í vandræðum með aðföng fyrir jól. Nú eru 18 einstaklingar á norðanverðum Vestfjörðum í einangrun og 34 í sóttkví á sama svæði og stór hluti þeirra eru á Þingeyri og nágrenni. Búast má við því að einhverjum þeirra reynist erfitt að fá nauðsynjavörur fyrir hátíðarnar. 

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því á Facebook að Rauðikrossinn hafi því boðið fram aðstoð sína. Þeir sem þurfa á aðstoð að halda eru beðnir um að panta vörur í viðkomandi verslun og ganga frá þeim viðskiptum en hringja síðan í símanúmerið 867 2973. Þar svarar Hilmar Pálsson, liðsmaður RKÍ, og kemur sendingunni í réttan farveg.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert