Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sex umsóknir um embætti skólameistara Flensborgarskóla í Hafnarfirði, en ráðuneytið skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hluteigandi skólanefndar.
Umsækjendur eru:
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari.
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, framhaldsskólakennari.
Einar Hreinsson, konrektor.
Elvar Smári Sævarsson, forstöðumaður.
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, settur skólameistari.
Ingigerður Sæmundsdóttir, kennari.