Skjálfti af stærð 3,4 fannst á höfuðborgarsvæðinu

Elísabet segir virknina geta komið í bylgjum.
Elísabet segir virknina geta komið í bylgjum. Ljósmynd/Birgir V. Óskarsson

Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist rétt eftir tíu í kvöld suðaustur af Fagradalsfjalli. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hafa yfir tuttugu skjálftar 3 að stærð eða stærri mælst í dag.

„Það hefur róast eftir klukkan sex í dag, þá hefur verið töluvert rólegra en síðasta sólarhring,“ segir Elísabet og bætir við að virknin geti komið í bylgjum.

„Kannski er þetta eitthvað að byrja aftur núna eða kannski var þetta bara þessi eini skjálfti og svo er það búið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert