Skjálfti upp á 4,2 um hálffimmleytið

Mikil jarðskjálftahrina var við Keili og Fagradalsfjall í nótt.
Mikil jarðskjálftahrina var við Keili og Fagradalsfjall í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snarpur jarðskjálfti varð í nótt um kl. 4:24 um 2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var skjálftinn 4,2 að stærð. Skjálftinn fannst víða á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Borgarnesi.

Mikil skjálftahrina var á svæðinu í nótt, og mældust að minnsta kosti fimm aðrir skjálftar yfir 3,0 að stærð eftir miðnætti. Af þeim var sá stærsti 3,8 að stærð, og skall hann á kl. 2:51 í nótt. Voru upptök hans um 1,2 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli.

Kort/Veðurstofa Íslands

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert