Nýmóðins jólasveinavísur eru afurð vinnu fjórða bekkjar í Borgarhólsskóla á Húsavík við lærdóm sinn um hina íslensku jólasveina og vísum Jóhannesar úr Kötlum um þá.
Nemendum fannst vísurnar vera nokkuð gamaldags, er kemur fram á heimasíðu skólans, og fóru að velta fyrir sér hvernig vísurnar væru ef þær skyldu samdar í dag.
Ýmsar hugmyndir komu fram en og vann kennari þeirra, Kristjana Eysteinsdóttir, úr hugmyndunum með börnunum.
Útkomman er stórskemmtileg og sett fram bæði í myndskeiði í samstarfi við Arnþór Þórsteinsson og skemmtilega myndskreyttri slæðusýningu. Sjón er sögu ríkari.