20 mega koma saman

Veitingahúsum og öðrum stöðum þar sem áfengisveitingar eru heimilar er …
Veitingahúsum og öðrum stöðum þar sem áfengisveitingar eru heimilar er óheimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00 og allir gestir eiga að vera farnir hið síðasta kl. 22.00. AFP

Hertar takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Tutt­ugu mega nú koma sam­an í stað 50 áður og 200 mega koma sam­an á stærri viðburðum í stað 500. Þá er tveggja metra reglan aftur í gildi.

Reglurnar gilda í þrjár vikur.

Heilbrigðisráðherra veitti tónleikahöldurum og rekstraraðilum undanþágu frá takmörkunum sem gildir einungis í dag. Því mega 50 í stað 20 koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum og 500 í stað 200 í hverju hólfi á tónleikum.

Hér má sjá takmarkanirnar sem tóku gildi á miðnætti:

  • Almennar fjöldatakmarkanir 20 manns og börn ekki undanskilin.
  • Nándarregla 2 metrar. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Á veitingastöðum og meðal gesta á sitjandi viðburðum er nándarregla 1 metri milli sitjandi gesta.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna og skylt er að bera grímu í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
  • Hraðprófsviðburðir: Með notkun hraðprófa er heimilt að halda skipulagða viðburði fyrir allt að 200 manns í sóttvarnahólfi.
  • Sitjandi viðburðir án hraðprófa: Hámarksfjöldi 50 manns. Sem dæmi má nefna sviðslistaviðburði, kvikmyndasýningar, íþróttaviðburðir og sitjandi athafnir trú- og lífskoðunarfélaga.
  • Verslanir og söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10 m² umfram 100 m²  má bæta við fimm viðskiptavinum að hámarki 500 manns. Grímuskylda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum.
  • Opnunartími veitingastaða o.fl.: Veitingahúsum og öðrum stöðum þar sem áfengisveitingar eru heimilar er óheimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00 og allir gestir eiga að vera farnir hið síðasta kl. 22.00. Sama gildir um einkasamkvæmi á stöðum með vínveitingaleyfi. Nándarregla milli sitjandi gesta á veitingastöðum er 1 metri.
  • Sund- og baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði: Heimilt er að taka má móti 50% af hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert