443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 150 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á covid.is þar sem enn fremur kemur fram að alls hafi 494 smit greinst í gær, þar af 51 smit á landamærunum. Er um metfjölda smita innanlands að ræða.
Áður höfðu mest greinst 286 smit innanlands en það var á mánudaginn.
51 smit á landamærum er jöfnun á meti, sem sett var í fyrradag.
Áður hafði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt í samtali við mbl.is að fyrirtækinu hefði borist 518 sýni til raðgreiningar.
10 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Tekin voru 5.920 sýni, þar af 2.864 einkennasýni. 2.622 eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 3.159 í sóttkví.