82 frá vegna veirunnar á Landspítala

Staðan er sérstaklega þung á gjörgæslu.
Staðan er sérstaklega þung á gjörgæslu. mbl.is/Unnur Karen

Rúmlega 80 starfsmenn Landspítala eru nú fjarverandi vegna sóttkvíar og einangrunar. Þetta staðfestir Andri Ólafsson upplýsingafulltrúi Landspítala í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Mönnun spítalans er almennt þung og hefur álagið verið mikið í gegnum faraldurinn. 

Aukinn fjöldi smita í samfélaginu bætir ekki úr skák en nú eru 46 starfsmenn í einangrun og 36 í sóttkví. Eru því 82 fjarverandi vegna veirunnar eins og stendur. Er staðan sérstaklega þung á gjörgæslu.

Ef smitum heldur áfram að fjölga má búast við að það fjölgi enn í þessum hópi og mönnun verði enn erfiðari,“ segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert