Að minnsta kosti 518 smit

518 jákvæð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu í morgun.
518 jákvæð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríflega 500 sýni greindust jákvæð í gær. Þetta staðfestir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Uppfært klukkan 11:01

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Covid.is var samanlagður fjöldi greindra smita í gær alls 494. 443 innalands og 51 á landamærum.

Að sögn Kára bárust Íslenskri erfðagreiningu 518 sýni í morgun til að raðgreina, er það samanlagður fjöldi jákvæðra sýna tekin við landamæri og innanlands. Ekki liggur fyrir hvernig hlutföllin skiptast.

Búist er við að niðurstöður raðgreiningar liggi fyrir upp úr hádegi en hlutfall Ómíkron-smita hefur farið ört vaxandi undanfarna daga. Segir Kári afbrigðið hægt og bítandi vera að taka yfir en í fyrradag voru 70% smita vegna Ómíkron, daginn þar áður 50% og daginn þar áður 30%.

Myndi það ekki koma á óvart ef að hlutfallið væri enn hærra í dag, að sögn Kára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert