Andlát: Egill Skúli Ingibergsson

Egill Skúli Ingibergsson.
Egill Skúli Ingibergsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eg­ill Skúli Ingi­bergs­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í Reykja­vík, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í fyrrinótt, 22. des­em­ber, 95 ára að aldri.

Skúli fædd­ist 23. mars 1926 í Vest­manna­eyj­um og ólst þar upp til 18 ára ald­urs. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ingi­berg­ur Jóns­son (1897-1960) sjó­maður og verkamaður og Mar­grét Guðlaug Þor­steins­dótt­ir (1898-1960) verka­kona. Þau bjuggu í Eyj­um lengst af.

Skúli fór á ung­lings­aldri til náms í Verzl­un­ar­skóla Íslands og varð stúd­ent þaðan, en tók á sama tíma stúd­ents­próf úr stærðfræðideild MR. Síðan fór hann í Há­skóla Íslands í verk­fræðideild og lauk BS-gráðu þar. Eft­ir það til Kaup­manna­hafn­ar í DTH og lauk þaðan meist­ara­gráðu í verk­fræði 1954.

Eft­ir nám vann Skúli hjá Orku­mála­stofn­un og Raf­magnsveit­um rík­is­ins til loka árs 1958. Fór þá vest­ur á firði og vann við gang­setn­ingu Reiðhjalla­virkj­un­ar í Bol­ung­ar­vík og Mjólkár­virkj­un­ar. Var seinna veit­u­stjóri Raf­magnsveitna rík­is­ins á Vest­fjörðum. Árið 1964 stofnaði hann ásamt Guðmundi Jóns­syni verk­fræðistof­una Raf­teikn­ingu. Var jafn­framt yf­ir­verk­fræðing­ur hjá Raf­magnsveit­um rík­is­ins. Árið 1968 fór hann til Lands­virkj­un­ar sem aðstoðarrekstr­ar­stjóri og 1969 að Búr­fells­virkj­un og stjórnaði niður­setn­ingu véla þar. Vann eft­ir það í Sigöldu­virkj­un sem staðar­verk­fræðing­ur Lands­virkj­un­ar allt fram til árs­ins 1975.

Árið 1978 var Skúli ráðinn borg­ar­stjóri í Reykja­vík og gegndi því starfi í tíð vinstri meiri­hlut­ans sem var við völd í borg­inni fram til árs­ins 1982. Fyr­ir og eft­ir borg­ar­stjóratíð sína vann Skúli hjá Raf­teikn­ingu, auk þess að gegna fjöl­mörg­um fé­lags- og trúnaðar­störf­um. Var meðal ann­ars formaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands um skeið, í for­ystu Vel­unn­ara­fé­lags Borg­ar­spít­al­ans og gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir Li­ons­klúbb­inn Fjölni í nokk­ur ár.

Eig­in­kona Skúla var Ólöf Elín Davíðsdótt­ir (1930-2019) hús­móðir.

Þau voru bú­sett í Skerjaf­irði og síðar í Kringl­unni.

Börn þeirra eru Kristjana, f. 1955, kenn­ari, Val­gerður, f. 1956, versl­un­ar­maður, Inga Mar­grét, f. 1960, fé­lags­ráðgjafi, og Davíð, f. 1964, viðskipta­fræðing­ur. Barna­börn­in eru 14 og barna­barna­börn 21.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert