Eins og að takast á við náttúruhamfarir

Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í morgun.
Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í morgun. Ljósmynd/Lögreglan

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn líkti baráttunni við kórónuveiruna við átökum Íslendinga við náttúruhamfarir. Ekki þýði að svekkja sig á því þótt það haldi áfram að gjósa heldur að bregðast við stöðunni.

Hann sagði að boðið hafi verið upp á köku á Veðurstofu Íslands þegar gosinu lauk í Geldingadölum en núna, skömmu síðar, séu líkur á að gos hefjist aftur. „Það er enginn fyrirsjáanleiki,“ sagði hann. „Við erum mjög góð sem samfélag að takast á við slík verkefni.“

Víðir sagði að vegna fjölda smita að undanförnu eigi smitrakningarteymið erfitt með að anna álaginu. Ekki er hægt að búast við því að hringt verði í alla sem smitast. Þess í stað verða sendir út spurningalistar. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá Rauða krossinum og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert