Grýla og Leppalúði kíktu í miðbæinn á Þorláksmessu

Grýla og Leppalúði.
Grýla og Leppalúði. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur er ljósmyndari mbl.is fór þar á stjá í kvöld. Grýla og Leppalúði létu meðal annars sjá sig og fólk gæddi sér á ristuðum hnetum og heitum drykkjum í aðdraganda jólahátíðarinnar. 

Fólk gæðir sér á ristuðum hnetum.
Fólk gæðir sér á ristuðum hnetum. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkuð er um götu­lok­an­ir í miðbæn­um að beiðni rík­is­lög­reglu­stjóra, til þess að skapa rými vegna auk­ins mann­fjölda sem legg­ur leið sína á Lauga­veg og ná­grenni.

Talverður erill var í miðbænum.
Talverður erill var í miðbænum. Árni Sæberg

Laug­a­veg­ur er lokaður frá Ing­ólfs­stræti að Baróns­stíg, auk þess sem kafl­ar Ing­ólfs­stræt­is, Smiðjuveg­ar, Klapp­ar­stígs, Vatns­stígs, Frakka­stígs og Vita­stígs, sem liggja nærri Lauga­vegi, eru lokaðir. Götu­lok­an­irn­ar standa yfir til klukkan 23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert