1,54% landsmanna í sóttkví eða einangrun

Fjöldi barna verður því í einangrun þessi jólin og er …
Fjöldi barna verður því í einangrun þessi jólin og er Móeiður Elma Þorsteinsdóttir ein þeirra. Hún verður í einangrun ásamt fjölskyldu sinni.

Samkvæmt tölulegum upplýsingum Covid.is eru 2.622 manns í einangrun og 3.159 í sóttkví. Því mun 5.781 þurfa að sæta annaðhvort sóttkví eða einangrun þegar jólin ganga í garð nú klukkan 18, eða um 1,54 prósent af öllum þeim sem búsettir eru á landinu.

Gera má þó ráð fyrir að í tölum Covid.is séu einnig nokkrir einstaklingar sem ekki eiga lögheimili á Íslandi.

448 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í dag og 40 á landamærunum. Er það mestur fjöldi smita innanlands frá upphafi faraldursins.

Alls eru 787 börn nú í einangrun, 14 börn undir eins ára aldri, 140 á milli eins árs og fimm ára og 121 á aldrinum þrettán til sautján ára.

Móeiður Elma Þorsteinsdóttir er ein þeirra barna sem verða í einangrun yfir jólin ásamt fjölskyldu sinni. Ritstjórn mbl.is barst myndin hér að ofan af Móeiði, þar sem hún fékk skemmtilega heimsókn frá tveimur jólasveinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert