Tíu sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru með virkt smit í einangrun. Fjórir eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
Í gær voru þrjár innlagnir á gjörgæslu spítalans, að því er segir í tilkynningu.
Í fjarþjónustu Covid-göngudeildar eru 3.305, þar af 826 börn.
Alls eru 93 starfsmenn fjarverandi vegna einangrunar (54) og sóttkvíar (39).
Í dag aðfangadag, á morgun jóladag og á annan jóladag gilda eftirfarandi reglur um heimsóknir:
Einn gestur má koma til hvers sjúklings á dag. Farið er fram á að gestur sé fullbólusettur eða hafi fengið Covid á síðustu sex mánuðum. Gestir skulu nota fínagnagrímur sem eru til reiðu á deildum.