Árrisulir Vesturbæingar virðast margir hafa fengið sömu hugmynd í morgun því löng biðröð hefur myndast við bílaþvottastöð Löðurs við Fiskislóð úti á Granda.
Vilja þeir greinilega hafa bílinn sinn hreinan og fínan yfir jólin.
Ábending barst mbl.is um að biðin eftir því að komast að á þvottastöðinni væri líkast til um hálftími.