Bubbi ekki eina stjarnan á Þorláksmessutónleikunum

Bubbi Morthens hélt Þorláksmessutónleika í 37. skiptið í Hörpu í gær. Var þá öllum sóttvarnareglum fylgt í hvívetna og hleypt út í hollum. Róbert Andri Drzymkowski tók þá málin í sínar hendur meðan hollið hans beið eftir að komast út og skemmti salnum með söng.

Marteinn Eyjólfur Þórdísarson tók atriðið upp, sendi fréttastofu og ræddi við blaðamann um atvikið. 

Róbert Andri var í miklu stuði í Hörpu í gær.
Róbert Andri var í miklu stuði í Hörpu í gær. Mynd/Skjáskot

„Það var verið að hleypa út í hollum og við sem sátum aftast vissum að það yrði smá bið. Þá tók þessi náungi málin í sínar eigin hendur, stóð upp og byrjaði að syngja „Stál og hnífur“. Svo bara tók allur salurinn undir með honum.“

Róbert lét ekki „Stál og hníf“ nægja, enda tók hann að sögn Marteins við óskalögum í kjölfarið. Marteinn segir þá að hann hafi náð að halda uppi fjöri í fimmtán mínútur eða svo.

„Þetta var bara meiriháttar. Allir að fíla þetta, salurinn allur með. Svo þegar hann ætlaði að hætta þá klappaði salurinn hann upp aftur.“

Róbert Andri Drzymkowski segist hafa tekið upp á þessu fjörsins …
Róbert Andri Drzymkowski segist hafa tekið upp á þessu fjörsins vegna. Oft þarf ekki meira en það.

Æstur upp í þetta 

Róbert Andri ræddi einnig við mbl.is um söngatriðið glæsilega. Spurður hvers vegna hann hafi tekið upp á þessu segir hann: „Já, þetta var nú bara svona upp á fjörið. Ég var aðeins æstur upp í þetta af vinum mínum og endaði svo á því að syngja, og náttúrlega allur salurinn með, í svona tíu til fimmtán mínútur.“

Hann segist sjálfur spila á gítar og spili reglulega og syngi í veislum í heimabyggð sinni, Vogum á Vatnsleysuströnd.

„Ég byrjaði á „Stál og hnífur“, svo beint í „Eyjan mín“, með Bubba. Svo var „Ástarbréf merkt X“ með Eika Hauks vinsælt líka enda geggjað lag. Að lokum fór ég bara í einhver stemningslög, „Fjöllin hafa vakað“ og annað slíkt.“

Gerir gríman þér ekkert erfitt fyrir í söngnum samt?

„Nei, nei, maður syngur bara hærra, það er ekkert flóknara en það.“

Marteinn Eyjólfur.
Marteinn Eyjólfur.

Reglum fylgt í hvívetna 

Bæði Róbert og Marteinn segja að tónleikarnir hafi heppnast afar vel. Það einfaldlega „geri jólin að fara að sjá Bubba“. Öllum reglum hafi verið fylgt og tónleikarnir frábærir.

„Það fór enginn inn án þess að sýna fram á hraðpróf, svo voru skilti út um allt til þess að minna á reglurnar. Það var þarna einn fyrir framan mig sem tók niður grímuna á meðan tónleikarnir voru í gangi, þá bara mætti öryggisvörður, nánast á sekúndunni,“ segir Marteinn.

Óhætt er að segja að jóla gorgeirs bragur hafi verið …
Óhætt er að segja að jóla gorgeirs bragur hafi verið á þeim félögum. F.v. Jökull Örn, Róbert Andri, Sverrir Þór og Guðjón Pétur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert