Búist er við að yfir tvö hundruð manns muni verja aðfangadagskvöldi á farsóttarhúsi. Á þriðja þúsund manns eru með staðfest kórónuveirusmit og hótelin að fyllast að sögn umsjónarmanns farsóttarhúsa Rauða krossins. Átta starfsmenn standa vaktina í kvöld en í fyrra dugði aðeins einn.
„Já, það er mikið að gera. Nú eru hjá okkur 190 gestir og öll hótel að verða full,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar greinst höfðu 494 smit.