Klingenberg ekki löglegt

Mannanafnanefnd hefur samþykkt að tólf ný eiginnöfn og tvö millinöfn verði færð á mannanafnaskrá. Sex karlkyns eiginnöfn voru samþykkt, nöfnin Beggi, Baggi, Pírati, Björnúlfur, Villiam og Morri. Þrjú kvenkyns eiginnöfn voru samþykkt, Meyja, Myrkva og Safíra, auk kynhlutlausa nafnsins Aró.

Sótti ekki um Klingenberg

Tveimur nöfnum var hafnað. Eiginnafninu Mín, þar sem það er leitt af eignarfornafninu mín, og millinafninu Klingenberg, þar sem eigin- eða millinafn má ekki vera ættarnafn, samkvæmt úrskurði nefndarinnar.

Spákonan og athafnakonan Sigga Kling segist ekki hafa sótt um millinafnið en hún gekk lengi vel undir nafninu Sigríður Klingenberg. Nú er þó raunin önnur.

„Ég heiti ekki Klingenberg lengur,“ segir Sigga í samtali við Morgunblaðið. Hún hafi ekki notast við Klingenberg í nokkur ár og sé ekki af Klingenberg-ættinni. „Ég fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd. Kling er millinafn og ég er bara kölluð Sigga Kling,“ segir Sigga en í þjóðskrá heitir hún Sesselja Sigríður Ævarsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert