Lítilsháttar snjókoma fyrir austan

Kort/mbl.is

Spáð er austlægri eða breytilegri átt á landinu í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu en austan 10 til 15 við suðurströndina.

Skýjað verður að mestu austanlands og sums staðar lítilsháttar snjókoma. Yfirleitt verður léttskýjað á vesturhelmingi landsins.

Frost verður 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi en frostlaust syðst

Á morgun verður norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 metrar á sekúndu og dálítil él á víð og dreif en gengur í norðaustan 10 til 15 m/s á Vestfjörðum. Hiti breytist lítið. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert