Óhefðbundnar jólakveðjur á Rás 1 vekja athygli

Kveðjurnar hafa í gegnum árin oftar en ekki verið „hugheilar“.
Kveðjurnar hafa í gegnum árin oftar en ekki verið „hugheilar“. Samsett mynd

Jólakveðjurnar á Rás 1 kannast eflaust flestir landsmenn við enda hjá mörgum ómissandi hefð að leggja hlustir við kveðjunumr í aðdraganda jóla.

Kveðjurnar hafa í gegnum árin verið nokkuð hefðbundnar og oftar en ekki „hugheilar“ en í ár hafa heyrst nokkrar nokkuð óhefðbundnar kveðjur.

Kveðja sem twitternotandinn Ellen Geirs deildi hefst til að mynda á „Mjá, mjá, mjá, mjá, mjá“

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur bent á að það virðist vera einhver keppni um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið.

Grétar Þór skrifar að hann væri til í að kynnast „heimsins besta Magga“, eins og Maggi kallar sig sjálfur í sinni kveðju.

Leik­kon­an og hand­rits­höf­und­ur­inn Saga Garðars­dótt­ir sendir öllum í „Swingerklúbbi Vesturbæjar“ hugheilar jólakveðjur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert