Jólakveðjurnar á Rás 1 kannast eflaust flestir landsmenn við enda hjá mörgum ómissandi hefð að leggja hlustir við kveðjunumr í aðdraganda jóla.
Kveðjurnar hafa í gegnum árin verið nokkuð hefðbundnar og oftar en ekki „hugheilar“ en í ár hafa heyrst nokkrar nokkuð óhefðbundnar kveðjur.
Kveðja sem twitternotandinn Ellen Geirs deildi hefst til að mynda á „Mjá, mjá, mjá, mjá, mjá“
Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz
— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur bent á að það virðist vera einhver keppni um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið.
Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021
Grétar Þór skrifar að hann væri til í að kynnast „heimsins besta Magga“, eins og Maggi kallar sig sjálfur í sinni kveðju.
Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ
— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021
Leikkonan og handritshöfundurinn Saga Garðarsdóttir sendir öllum í „Swingerklúbbi Vesturbæjar“ hugheilar jólakveðjur.
Takk fyrir yndislegar stundir <3 https://t.co/eCTo6cMUyy
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) December 23, 2021