Rebekka Líf Ingadóttir
Víða voru raðir í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu í dag en í ljósi hertra samkomutakmarkana mega sundlaugar taka við helmingi þess fjölda sem venjulega er leyfilegur.
Að sögn starfsmanns í Vesturbæjarlaug er ekki óvanalegt að mikið sé að gera á aðfangadag. Vanalega sé mikið af fólki sem skellir sér í sund rétt fyrir jól.
Röð var í lauginni frá því klukkan tíu í morgun og fram að lokun, klukkan eitt. Einnig mátti sjá röð við Kópavogslaug um ellefuleytið í morgun en þar var lokað klukkan tólf.
Í Laugardalslaug var einnig mikið að gera en þó engin röð, að sögn starfsmanns.