Sterkur skjálfti rétt fyrir miðnætti

Horft í átt að Keili, nálægt gosstöðvunum.
Horft í átt að Keili, nálægt gosstöðvunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt fyr­ir miðnætti nú að kvöldi aðfanga­dags reið sterk­ur skjálfti yfir suðvest­ur­horn lands­ins og fannst hann vel á höfuðborg­ar­svæðinu.

Mæl­ing­ar Veður­stofu benda til þess að skjálft­inn hafi verið 4,5 að stærð og átt upp­tök sín á um 4,5 kíló­metra dýpi und­ir gosstöðvun­um í Fagra­dals­fjalli.

Skjálfta­virkni á Reykja­nesskaga hef­ur sann­ar­lega sett mark sitt á þenn­an aðfanga­dag, en fleiri þúsund skjálft­ar hafa mælst á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert