Regluverkið í kringum tjónabíla er ófullnægjandi. Eigendur slíkra bíla lenda í því að ekki hafi verið gert við bílinn eftir tjónið á tilskilinn hátt og verða því fyrir fjárhagstjóni. Málið er mikið öryggis- og neytendamál að mati tveggja sérfræðinga.
Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs BL, segir að verkstæði fyrirtækisins hafi fengið til sín tjónabíla þar sem eigendur eru ómeðvitaðir um ástand bílsins, sem hefur ekki verið gert við samkvæmt stöðlum framleiðanda.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið muni funda með stjórnvöldum á nýju ári um regluverkið í kringum tjónabíla.