Streymt frá jólamessu í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja er með beint streymi frá helgiathöfnum þessi jólin.
Hallgrímskirkja er með beint streymi frá helgiathöfnum þessi jólin. Árni Sæberg

Vegna sótt­varna­tak­mark­ana geta ein­ung­is 400 manns mætt til messu í Hall­gríms­kirkju þessa jólanóttina. Hall­gríms­kirkja býður þá fólki, sama hvar það er statt í heim­in­um, að fylgj­ast með í beinu streymi.

Séra Eiríkur Jóhannsson leiðir athöfnina. Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Kammerkórnum Huldum. Benedikt Gylfason er forsöngvari og mun Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir leika á flautu. Organistinn Björn Steinar Sólbergsson hnýtir þetta svo allt saman.

Nálgast má messuskrá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert