Rólegt hjá bæði slökkviliði og lögreglu

Róleg nótt var hjá bæði slökkviliði og lögreglu, en þó …
Róleg nótt var hjá bæði slökkviliði og lögreglu, en þó nokkur erill í sjúkraflutningum. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Rólegt var hjá bæði lögreglu og slökkviliði í nótt, en þó nokkur erill var þó í sjúkraflutningum. Í dagbók lögreglu í morgun stóð einfaldlega „ekkert fréttnæmt“ og var svipaða sögu að segja þegar heyrt var í slökkviliði. Aðeins voru tvö minniháttar útköll á dælubíla.

Hins vegar var erill í sjúkraflutningum samkvæmt vakthafandi hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var farið í 131 sjúkraútkall á síðasta sólarhring, þar af 37 með Covid-19-smitaða einstaklinga. Er meðal annars nokkur fjöldi fluttur í sóttvarnahús og á göngudeild Covid.

Síðustu vikuna hafa samtals 224 sjúkraflutningar verið vegna Covid-smitaðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert