Vegna sóttvarnatakmarkana geta einungis 400 manns mætt til messu í Hallgrímskirkju á jóladag í ár. Hallgrímskirkja býður þá fólki, sama hvar það er statt í heiminum, að fylgjast með í beinu streymi.
Séra Sigurður Árni Þórðarson leiðir hátíðarguðsþjónustuna. Steinar Logi Helgason stjórnar Kór Hallgrímskirkju og Hallveig Rúnarsdóttir er einsöngvari. Organisti athafnarinnar er Björn Steinar Sólbergsson.