Einn miðahafi hafði heppnina með sér þegar dregið var út í lottó í kvöld. Fær hann í sinn hlut rúmlega 41 milljón króna.
Miðinn var keyptur á N1 á Bíldshöfða í Reykjavík.
Fjórir fengu bónusvinning upp á tæplega 200 þúsund krónur, en þeir miðar voru keyptir í appi og á vef.
Sex miðahafar voru með fjóra rétta í jókernum svokallaða, fyrir hundrað þúsund krónur hver, en miðarnir voru keyptir í áskrift, í appi og á vef.